16. nóvember 2018 -
22:00 til 23:00

Spectacular: Gjörningur - Styrmir Örn Guðmundsson

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Gjörningur í flutningi Styrmis Arnar Guðmundssonar - GJ Storm. Viðburðurinn er hluti af sviðslistahátíðinni Every Body's Spectacular.
 

These are my thoughts - I am a GJ - God is a GJ - I am a God

These are my thoughts - God is a GJ - I am a GJ - I am a God

These are my thoughts - I am a God - I am a GJ - God is a God

Velkomin á diskótekið. Hér er diskótekarinn gestíker. Á meðan hvert listaverkið eftir öðru flæðir fram ert þú örugg/ur í höndum töfralæknisins sem ryður frá sér ríminu með rokkaðri rödd. Halló, þú dýrslegi heilasteikjari lagasyrpunnar: Wham bam, thank you mam! Svartur fugl flögrar úr diskó-egginu. Annar fylgir á eftir. Þeir taka flugið inn í villtan og heimskulegan hugmyndaheim – skammtafræðilegt stökk.

Síendurtekinn straumur drauma í frjálsu flæði. Flökkum um í gestíkinni, skrúfum niður í henni, skrúfum svo allt aftur í botn. Diskótek! BARA DISKÓ! Ég er gestíker!

Vefsíða listamannsins.

Verkið er partur af verkefninu Gjörningatíð sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu.

Verð viðburðar kr: 
2 900