2. maí 2017 - 13:00

Skapandi skrif: Að skrifa málverk

Námskeið í skapandi skrifum á Kjarvalsstöðum.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Námskeið í skapandi skrifum verður haldið á Kjarvalsstöðum þriðjudagana 2., 9., 16. og 23. í maí frá kl.13-16. 
Leiðbeinandi er Steinunn Helgadóttir, rithöfundur og myndlistarmaður. 

Námskeiðið er fyrir fólk sem langar að byrja að skrifa og/eða fá leiðsögn um vinnulag við skriftir, fá innblástur í skemmtilegum félagsskap í skapandi og nærandi umhverfi Kjarvalsstaða. 

Margir þekkja listmálarann Kjarval, en færri þekkja rithöfundinn Kjarval sem skrifaði greinar, smásögur og handrit. Á námskeiðinu verður unnið út frá hliðarveröld Kjarvals þar sem pár, stök orð og setningar runnu saman við myndræna veröld listamannsins. Þannig samþætti Kjarval texta og teikningar í skapandi flæði sem speglar óstöðvandi innblástur listamannsins. Með veröld Kjarvals til hliðsjónar reynum við að auka ritflæði, öðlast færni og öryggi þátttakenda í skrifum. 

Námskeiðið hentar fólki sem langar að skrifa og æfa sig í sjálfsprottinni tjáningu, fá innblástur í skemmtilegu umhverfi og hvatningu með uppibyggilegri gagnrýni. 

Verð: 30.000 kr. 
Þátttakendur fá sendan greiðsluseðil í heimabanka sem greiða þarf fyrri 2. maí.

Innritun hér

*Takmarkaður fjöldi

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á fraedsludeild@reykjavik.is eða hringja í síma 411-6400