11. júlí 2019 - 20:00

Reykjavík Safarí á sex tungumálum

Tryggvagata 17
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Menningarlífið í miðborginni kynnt á sex mismunandi móðurmálum. Hvar eru lista- og menningarstofnanir borgarinnar og hvað er í boði fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar. Auk þess verður hvert safn með eina göngu á ensku og svo sameiginlega Reykjavík Safarí göngu sem verður túlkuð á sex tungumálum: ensku, pólsku, spænsku, litháísku, arabísku og filippseysku. 

Göngurnar hefjast kl. 20 og lagt er upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!