24. febrúar 2018 -
14:00 til 16:00

Ragnar Kjartansson les Judith Butler í sýningu Páls Hauks Björnssonar

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Ragnar Kjartansson les ritgerð Judit Butler (doubting love) í sýningu Páls Hauks Björnssonar Heildin er alltaf minni en hlutar hennar.

Páll Haukur og Ragnar Kjartansson hafa unnið að ýmsum myndlistar verkefnum saman í gegnum tíðina t.a.m. við sýninguna The End í Feneyjum 2009.
 
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory) og hugmynda um umbreytileika sjálfsins.

Páll Haukur er 32. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar sem hóf göngu sína árið 2007.

Einhverskonar landslag er að finna á sýningunni, mótað af mismunandi skúlptúrum. En hvað er skúlptúr? Hvað myndar mörk staks hlutar og samband hans við annað?

Páll Haukur skoðar þessar spurningar í gegnum skúlptúrgerð. Hann notar kyrr- og hreyfimyndir, hluti sem eru hverfulir, oftast úr náttúrunni, og varanleg, manngerð efni.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

 

 

 

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur