7. október 2018 -
11:00 til 15:00

Námskeið - Listleikni: Er verkið skakkt?

Sigurður T. Traustason. Mynd: Halla Harðardóttir.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Listleikni: Er verkið skakkt? er námskeið um upphengi og varðveislu listaverka. Listaverk prýða flest heimili og margar stofnanir og fyrirtæki á Íslandi. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja fræðast og öðlast færni í ýmsum grunnatriðum er varða upphengi, umhirðu og varðveislu listaverka. 

Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, stýrir námskeiðinu en fær til sín gesti með sérfræðiþekkingu sem verða með erindi og sýnikennslu.

  • Farið yfir grunnatriði varðandi uppsetningu, staðsetningar, lýsingu og fleira.
  • Tæknimaður frá safninu sýnir dæmi um mismunandi upphengi, aðferðir og útfærslur t.a.m möguleika í innrömmun, val á gleri o.s.frv.
  • Forvörður segir frá sinni vinnu og gefur ábendingar og góð ráð.
  • Skoðunarferð í listaverkageymslu safnsins.
  • Innlit á sýningu í uppsetningu.
     

Námskeiðsgjald er 4000 kr. Greiða þarf námskeiðsgjald áður en námskeiðið hefst til að staðfesta þátttöku.

Námskeiðið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum. Námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt ásamt handhöfum Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölda viðburða og námskeiða í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum. Eins og síðasta vetur verður nú í haust boðið upp á námskeið undir heitinu Listleikni. Þar er lögð áhersla á að skoða afmarkað svið myndlistar með ítarlegri hætti en gert er á almennum leiðsögnum safnsins.

Verð viðburðar kr: 
4 000