18. ágúst 2018 - 15:00
18. ágúst 2018 - 16:00
18. ágúst 2018 - 17:00
18. ágúst 2018 - 18:00
18. ágúst 2018 - 19:00
18. ágúst 2018 - 20:00

Menningarnótt: Leiðsagnir um Einskismannsland

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leiðsagnir um sýninguna Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? á klukkutíma fresti frá kl. 15-20.

Sérfræðingar Listasafns Reykjavíkur ganga með gestum um sýninguna og fjalla um valin verk.

 Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. 

Víðernin leika hlutverk í sjálfsmynd og ímyndarsköpun landsmanna, þau eru mönnum rannsóknarefni og tilraunastöð, áskorun og afþreying, andleg og líkamleg heilsulind sem og ótæmandi brunnur ímyndunaraflsins.
Verkin á sýningunni endurspegla þessar ólíku hugmyndir eins og þær birtast í meðförum listamanna á hverjum tíma þótt leiðarljós þeirra sé ætíð listræn sýn og persónubundin túlkun.

Sýningin er þematísk samsýning með verkum íslenskra listamanna frá upphafi 20. aldar og til samtímans. 

Sýningin er tvískipt, sögulegur hluti hennar á Kjarvalsstöðum en verk eftir listamenn 21. aldarinnar eru sýnd í Hafnarhúsi. 

 

Verð viðburðar kr: 
0