Leiðsögn sýningarstjóra: Sigríður Sigurjónsdóttir | listasafnreykjavikur.is
26. mars 2017 - 15:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Sigríður Sigurjónsdóttir

Sigríður Sigurjónsdóttir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Sigríður Sigurjónsdóttir segir frá vöruhönnun á Íslandi og gengur með gestum um sýninguna Dæmisögur: Vöruhönnun á 21. öld, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. 

Í hönnunarfaginu er uppi stöðug krafa um nýjungar og hraða. Verkefnin á sýningunni eru þó ekki af þeim toga heldur eru þau dæmisögur um þróun sem hefur átt sér stað yfir langt tímabil. Að baki þeim liggur raunveruleg og djúpstæð þekking á viðfangsefninu.

Á sýningunni eru samankomin nokkur framúrskarandi verkefni eftir vöruhönnuðina Unni Valdísi Kristjándsóttur, Tinnu Gunnarsdóttur, Siggu Heimis, Brynjar Sigurðarson, Brynhildi Pálsdóttur, sem sýnir verkefni unnið í samstarfi við keramikerinn Ólöfu Erlu Bjarnadóttur og jarðfræðinginn Snæbjörn Guðmundsson. Auk þess er sýnd hönnun frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri.

Hönnuðirnir vinna hver út frá sinni áherslu; upplifun, handverki, staðbundinni framleiðslu, efnisrannsóknum, hreyfanleika og fjöldaframleiðslu. Útkoman er afar fjölbreytt og hægt er að læra margt um viðfangsefni vöruhönnuða á sýningunni. Þarna eru bæði hlutir sem almenningur notar dagsdaglega og einnig hlutir sem er meira framandi.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur