12. nóvember 2016 - 14:00

Leiðsögn safnstjóra

Ólöf Kristín Sigurðardóttir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir frá sýningunni Kjarval – úr safneign á Kjarvalsstöðum.

Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur