18. júní 2017 - 14:00

Leiðsögn með Eiríki Þorlákssyni: Alþjóðlegir straumar

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Eiríkur Þorláksson listfræðingur ræðir um líf og list Ásmundar Sveinssonar og alþjóðleg áhrif í myndlist hans. 

Höggmyndir Ásmundar eru tengdar almennri þróun evrópskrar höggmyndalistar á 20. öld, einkum þegar kemur að hinum formlegu þáttum þeirrar þróunar, og því er vert að setja verk hans í alþjóðlegt samhengi. Eiríkur bendir á nokkur slík tengsl listar Ásmundar við verk nafngreindra listamanna sem hann kynntist á ferli sínum. 

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur: