Kvöldganga um Vogabyggð: Skipulag nýs hverfis og list í almenningsrými | listasafnreykjavikur.is
30. ágúst 2018 - 20:00

Kvöldganga um Vogabyggð: Skipulag nýs hverfis og list í almenningsrými

Staður viðburðar: 
Bílastæði við Knarrarvog

Gengið verður um Vogabyggð í fylgd Sigríðar Magnúsdóttur arkitekts og Ólafar K. Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að listaverk skuli vera hluti af heildarhönnun almenningsrýma í þessu nýja hverfi. 
Gangan hefst á bílastæði við Knarrarvog.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga í sumar til 30. ágúst kl. 20.

Ókeypis aðgangur.

Einnig er hægt að fylgjast með á síðunni facebook.com/kvoldgongur.

Verð viðburðar kr: 
0