Klúbbur Listahátíðar: Vertu þú sjálf/ur með Daniel Lismore | listasafnreykjavikur.is
3. júní 2018 -
21:00 til 22:00

Klúbbur Listahátíðar: Vertu þú sjálf/ur með Daniel Lismore

Vertu þú sjálf/ur: Daniel Lismore
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Daniel Lismore fjallar um listsköpun sína, uppruna og leið inn í listina í Klúbbi Listahátíðar, sunnudagskvöldið 3. júní klukkan 21:00.

Daniel Lismore er listamaður, fatahönnuður, stílisti, rithöfundur og baráttumaður, búsettur í London. Hann er þekktur fyrir íburðamikinn og yfirgengilegan klæðnað sem sameinar hátísku og hans eigin hönnun, notuð efni, fundna hluti, hringabrynjur, skartgripi ólíkra menningarhópa, hattagerðarlist og margt fleira.

Á Listahátíð í Reykjavík býðst gestum að sökkva sér niður í hinn einstaka heim Daniels Lismore. Sýningin „Be Yourself, Everyone Else is Already Taken”, sem sett verður upp í Hörpu var fyrst sýnd í samvinnu við SCAD á SCAD FASH: Museum of Fashion and Film, í Atlanta árið 2016. Listamaðurinn skapaði skúlptúra í fullri stærð og sótti innblástur til barnæsku sinnar og kínverskra leirhermanna. Hver skúlptúr er skrýddur alklæðnaði sem Lismore hefur sjálfur klæðst á þýðingarmiklum augnablikum í lífi sínu.

Verð viðburðar kr: 
0