Klúbbur Listahátíðar: Jón Marinó og strokkvartettinn Siggi | listasafnreykjavikur.is
3. júní 2018 -
12:00 til 13:00

Klúbbur Listahátíðar: Jón Marinó og strokkvartettinn Siggi

Klúbbur Listahátíðar: Jón Marinó og strokkvartettinn Siggi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listamannaspjall í tali og tónum: Úr tré í tóna - fiðlurnar hans Jóns Marinós. 

Fiðlusmiðurinn Jón Marinó Jónsson ásamt félögum Strokkvartettsins Sigga, þeim Unu Sveinbjarnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marínósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni. 

Fiðlusmíði byggir á ríkulegum hefðum og sögu þar sem sömu lögmál hafa ráðið ríkjum í rúm fimmhundruð ár. Í hálft árþúsund hafa fiðlusmiðir um víða veröld notað sama efnivið í fiðlurnar sínar og smíðað eftir ströngum stærðarformúlum sem eru sem meitlaðar í stein. Og samt hljómar engin fiðla eins!

Verð viðburðar kr: 
0