Klúbbur Listahátíðar: DJ Dominatricks | listasafnreykjavikur.is
2. júní 2018 -
21:00 til 23:00

Klúbbur Listahátíðar: DJ Dominatricks

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Margmiðlunardúettinn DJ Dominatricks skipa Melkorka Þorkelsdóttir og Arna Beth. Þær byrjuðu að koma fram í desember síðastliðnum við ýmis tilefni og hafa á stuttum tíma vakið athygli fyrir dáleiðandi uppákomur þar sem fléttað er saman ljúfsárum raftónum og mögnuðum myndskeiðum. 

Það er með mikilli ánægju sem við bjóðum þær velkomnar í Klúbb Listahátíðar en þar halda þær uppi seiðmögnuðu stuði á opnunarkvöldi.

Verð viðburðar kr: 
0