13. júní 2018 - 20:00

Klúbbur Listahátíðar: Crossings - Abraham Brody

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í heimi nútímans eru fjarlægðir og tungumál ekki lengur fyrirstaða samskipta. Við búum jafnvel í fleiri en einu landi og sjálfsmynd okkar er ekki endilega bundin við ákveðna menningu eða þjóðerni.Litháísk-bandaríska tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn Abraham Brody býður upp á tónleika þar sem hann kafar djúpt í marglaga sjálfsmynd nútímalistamannsins í hnattvæddum heimi. Hann fléttar forn, litháísk stef inn í tónsmíðar sínar, bæði á litháísku og ensku, og notast við margslungnar lúppur, rödd, fiðlu, píanó og önnur hljóðfæri, bæði ný og forn.

Abraham Brody hefur meðal annars unnið með hinni virtu gjörningalistakonu Marinu Abramovic og var nýlega staðarlistamaður í Barbican Centre í London og hjá National Sawdust í New York. Meðal annarra hápunkta á ferli hans má nefna tónleikaferð um Eystrasaltslöndin árið 2018, en þar kom hann meðal annars fram í Great Amber Hall í Liepaja, hélt sína fyrstu tónleika í Kennedy Center í Washington, D.C. og tónleikaferð með buryat-síberíska þjóðlaga-tónlistarmanninum Alexander Arkhincheev.

Verð viðburðar kr: 
0