Klúbbur Listahátíðar: Arabian Night - danspartý | listasafnreykjavikur.is
16. júní 2018 -
21:00 til 23:00

Klúbbur Listahátíðar: Arabian Night - danspartý

Klúbbur Listahátíðar: Arabian Night - danspartý
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Þér er boðið í iðandi danspartý í Klúbbi Listahátíðar að kvöldi laugardagsins 16. júní. Fjörug, seiðandi, taktviss og heillandi danstónlist sem á það samerkt að vera frá löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Danspartýið er hluti af samvinnuverkefni Listahátíðar í Reykjavík við Rauða krossinn og Norræna húsið en í tilefni af sýningu Ansi Pulkkinen, Street View (Reassembled) við Norræna húsið er efnt til fjölmargra viðburða sem tengjast sýningunni með beinum og óbeinum hætti.

Við hlökkum til að stíga dans að kvöldi laugardagsins 16. júní í Klúbbnum.

Verð viðburðar kr: 
0