Jólamarkaður PopUp verzlunar | listasafnreykjavikur.is
9. desember 2017 -
11:00 til 17:00

Jólamarkaður PopUp verzlunar

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Hönnun, myndlist, matur, upplifun og skemmtun

POPUP VERZLUN heldur nú sinn árlega stóra jólamarkað í porti Hafnarhúss þar sem hægt er að kaupa beint af hönnuðum og listamönnum.

Í ár taka 43 hönnuðir og myndlistamenn þátt í hinum árlega jólamarkaði þar sem ógrynni af fallegum vörum og listaverkum af ýmsum toga eru til sölu fyrir jólapakkann í ár.

POPUP ELDHÚS verður staðsett á annarri hæð (þar sem kaffihúsið var). Freyr Karel Branolte og Kjartan Óli Guðmundsson í Borðhaldi eru gestakokkar í ár sem eru þekktir fyrir að búa til himneskar matarupplifanir með hráefni úr nærumhverfi sínu. Street food stemning verður við austurinngang safnsins þar sem poppvél frá Ástrík poppkorn spilar stórt hlutverk. Hönnuðir og listamenn verða staðsettir í portinu og fjölnotarýminu beint á móti.

Á jólamarkaðinum er hægt að finna eitthvað fyrir alla í jólapakkann og styðja um leið við íslenska hönnuði og listamenn. Gefum íslenska jólagjöf í ár!

Hönnuðir og myndlistamenn
And Anti Matter, inosk, DisDis, Embla, DayNew, Ragna Ragnarsdóttir, Usee Studio, Lauga&Lauga, Meiður, URÐ, SIF, Sigrún Jóna Norðdahl, Iceramics, Cool Design, You Me & All, TAKK Home, Fánapokar, Ása Bald Handwoven, Gentle North, Stóra Lúna, Bergrún Íris, Nordic Heritage, DIMMBLÁ, Angan, Frostwear, Birna, Dóttir, IIDEM, Yolaine Giret, Guggzý, Óskabönd, Varpið, Glingling, Emmanuelle Hiron, Íkorninn Design, Sigurborg Stefánsdóttir, Bardúsa, Deqqor, SKER hönnunarhús, Bardúsa, Edda Mac, Ró naturals.

Verð viðburðar kr: 
0