HönnunarMars: HAV Sjávartextíll – skandinavísk fatahönnun | listasafnreykjavikur.is
15. mars 2018 -
10:00 til 17:00
16. mars 2018 -
10:00 til 17:00
17. mars 2018 -
10:00 til 17:00
18. mars 2018 -
10:00 til 17:00

HönnunarMars: HAV Sjávartextíll – skandinavísk fatahönnun

Ljósmynd: Tommy Ton
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Sýningin HAV veitir innsýn í skandínavíska fatahönnun sem unnin er úr umhverfisvænum sjávartextíl. Á sýningunni eru verk 10 skandínavískra fatahönnuða sem tóku þátt í fatahönnunarsamkeppni sem haldin var í Færeyjum undir yfirskriftinni Blue Fashion Challenge í ágúst 2017. Fatahönnuðirnir voru hvattir til að hanna tískufatnað og fylgihluti úr umhverfisvænum sjávartextíl sem unnin er úr fiskroði, selskinni og þangi.

Á sýningunni verða einnig ljósmyndir eftir hin þekkta þekkta „streetstyle“ ljósmyndara Tommy Ton, sem hann tók af framlagi hvers fatahönnuðar í keppninni. 

Sýningin HAV var sýnd í Kaupmannahöfn í janúar sem partur af tískuvikunni í Kaupmannahöfn, þar á undan í Klaksvík, Færeyjum. Sýningin mun svo ferðast til Svíþjóðar og Róm á Ítalíu.

Hönnuðir sem taka þátt í sýningunni eru Karen Sissal Kj Kristiansen, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Borghildur Gunnarsdóttir, Louise Lynge Berthelsen, Iben Bergstrøm, Marianne Mørck, Lizette S Stenroos, Frida Poulsen, Helena Manner og Lissi B. Andreassen.

Sýningin er í umsjón NORA – Norðuratlantshafssambandsins í samvinnu við Færeyska sjávarútvegsráðuneytið og Norrænu Ráðherranefndarinnar.

Verð viðburðar kr: 
0