HönnunarMars - FÍT 2017 | listasafnreykjavikur.is
23. mars 2017 - 20:00 til 26. mars 2017 - 17:00

HönnunarMars - FÍT 2017

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Félag íslenskra hönnuða stendur fyrir sýningu í Hafnarhúsinu á HönnunarMars í ár. Á sýningunni verða verk sem fengu viðurkenningu eða unnu til verðlauna á sautjándu hönnunarsamkeppni FÍT. Fyrir keppnina sendu grafískir hönnuðir og myndskreytar inn sín bestu verk sem unnin voru á árinu 2016. Á sýningunni má sjá gróskuna í grafískri hönnun á Íslandi í dag.

Rafskinna
Sýning á teikningum og upprunalegum prentmyndum Tryggva Magnússonar sem birtust í Rafskinnu, auglýsinga-fléttivél í Austurstræti. Tryggvi var aðalteiknari Rafskinnu 1935–45 en eftir hann liggur fjöldi frímerkja, bókakápa og póstkorta auk þess sem hann á heiðurinn af lýðveldismerki Íslands.

Tilbrigði við kleinur 
Vigdís Hlíf Sigurðardóttir sýnir extíl- og grafíkverk unnin út úr áferð eða mynstrum á vegg í heimahúsi vinar listamannsins og sýna kleinur, vöðvabólgu, píkur, kaðla og fax á pony-hesti svo fátt eitt sé nefnt. Með verkunum erum við minnt á fegurðina í hversdagsleikanum.

Geimverur
Samsýning 40 teiknara á veggspjöldum. Myndefnið er „geimverur“ sem hver teiknar túlkar á sinn hátt. Þetta er þriðja árið sem hópurinn tekur þátt í HönnunarMars.

Mæna 8
Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem er gefið út af nemendum á lokaári í grafískri hönnun við hönnunar og arkitektúrdeild LHÍ. Þemað í ár er ófullkomleiki sem endurspeglast í innihaldi, uppsetningu og útliti tímaritsins.

Feneyjarkarnival
Sýning Írisar Halldórsdóttur á myndaseríu sem ber heitið Feneyjarkarnival, þar sem 6 dýr spóka sig á Feneyjarhátíð miðaldanna uppáklædd í töfrandi skrautmuni hátíðarinnar. Þetta eru vatnslitaverk sem eru fáanleg sem prent.

Hannað/Hafnað
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera hönnuður því oft er bestu hugmyndunum hafnað af viðskiptavininum. Hannað/Hafnað er sýning á tillögum grafískra hönnuða sem endað hafa í ruslinu.

Bak við allar góðar hugmyndir eru fullt af vondum hugmyndum. En líka slatti af frábærum hugmyndum sem er hafnað og líta aldrei dagsins ljós. Hannað/Hafnað er samansafn verka sem hönnuðurinn á erfitt með að sætta sig við að hafi verið hafnað. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af hönnuðunum, sem eru paraðar saman við verkin … sem eru flest að sjást opinberlega í fyrsta sinn.

 

Verð viðburðar kr: 
0