HönnunarMars: Félags íslenskra teiknara | listasafnreykjavikur.is
15. mars 2018 - 17:15 til 18. mars 2018 - 17:00
16. mars 2018 -
10:00 til 17:00
17. mars 2018 -
10:00 til 17:00
18. mars 2018 -
10:00 til 17:00

HönnunarMars: Félags íslenskra teiknara

Staður viðburðar: 
Hafnarhús Port

Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhús, annað árið í röð.

Verðlaunasýning FÍT 2018 er stærsti viðburður sýningarinnar en þar eru kynntar niðurstöður úr árlegri hönnunarsamkeppni FÍT.

Tímaritið Mæna, samstarfsverkefni útskriftarárgangs grafískra hönnunarnema í Listaháskóla Íslands, verður á sínum stað en þemað í ár er Endurtekning.

Fyrirmynd, hópur myndhöfunda innan FÍT mun standa fyrir teiknisamsýningunni EndurTeikning en þar munu myndhöfundar endurskapa kápur íslenskra bókmennta. Sýningin er sett upp í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Grapíka, nýstofnað félag kvenna í grafískri hönnun mun afhjúpa verðlaunamerki félagsins en haldin var logosamkeppni meðal félagskvenna. 

Bergþóra Jónsdóttir, grafískur hönnuður, heldur einkasýninguna Systralag, þar sem hún beislar kraft Grapíku systralagsins og og sækir innblástur í gamlar leynireglur, alkemíu, galdra og dulúð.

Bjarni Helgason myndhöfundur ætlar að teikna 100 karaktera á einu ári og hægt verður að fylgjast með ferlinu á sérstökum viðburði innan FÍT sýningarinnar. 

TypoCraftHelsinki er röð sýninga, vinnustofa og almennra viðburða sem sameinar leturhönnun, hönnun, list og handbragð og var upphaflega hleypt af stokkunum 2015. Í ár mun hópur af finnskum og íslenskum hönnuðum hafa frjálsar hendur í útfærslu leturhönnunarverka sem hægt verður að berja augum á á sýningunni. 

Þórdís Erla Zoëga sér um sýningarstjórn sýningarinnar annað árið í röð en sýningin verður opnuð með pompi og prakt í samfloti við formlega setningu tíunda HönnunarMars í Porti Hafnarhússins kl.17:15.

Verð viðburðar kr: 
0