HönnunarMars: #ENDURVINNUMÁLIÐ | listasafnreykjavikur.is
15. mars 2018 -
17:00 til 22:00
16. mars 2018 -
10:00 til 17:00
17. mars 2018 -
10:00 til 17:00
18. mars 2018 -
10:00 til 17:00
19. mars 2018 -
10:00 til 17:00
20. mars 2018 -
10:00 til 17:00
21. mars 2018 -
10:00 til 17:00
22. mars 2018 -
10:00 til 22:00
23. mars 2018 -
10:00 til 17:00
24. mars 2018 -
10:00 til 17:00
25. mars 2018 -
10:00 til 17:00

HönnunarMars: #ENDURVINNUMÁLIÐ

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Mikilvægi endurvinnslu sýnt á myndrænan hátt í Hafnarhúsinu á HönnunarMars

Endurvinnsla er mörgum hönnuðum sérstaklega hugleikin. Þar sem hönnuðir bera almennt vissa ábyrgð á því sem framleitt er þá leggja þeir sérstaka áherslu á að skoða og rannsaka endurvinnslumöguleika efna. Þess vegna er kærkomið fyrir þá að vinna náið með framleiðendum á heimavelli með endurunnið efni þegar tækifæri gefst.

Efnt var til söfnunarátaks á áli í sprittkertum yfir hátíðarnar til þess að efla vitund almennings um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu á því sem til fellur á heimilum. Að átakinu stóðu Endurvinnslan, Fura, Gámaþjónustan, Grænir skátar, Íslenska gámafélagið, Málmsteypan Hella, Plastiðjan Bjarg, Samál, Samtök iðnaðarins og Sorpa. Nú hefur endurvinnslufyrirtækið Alur/Kratus bæst í hópinn.

Svo vel tókst til með átakið að ákveðið var að halda söfnun áls sprittkerta áfram og er það nú orðið varanlegur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna. En þá kviknaði spurningin hvað yrði um álið úr sprittkertunum. Til þess að efniviðurinn eignaðist framhaldslíf þótti kjörið að fá nokkra hönnuði til þess að bregða á leik. Valdir voru hönnuðir með ólíkan bakgrunn; hönnuðir með yfirgripsmikla reynslu, en einnig ungir og upprennandi hönnuðir með nýjar nálganir.

Studio Portland
Olga Ósk Ellertsdóttir 
Ingibjörg Hanna 
Sigga Heimis 

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Málmsteypuna Hellu, sem hefur frá upphafi endurunnið ál í sinni framleiðslu og einbeita hönnuðir sér að framleiðslumöguleikum þeirra. Áhersla var lögð á nytjahluti fyrir íslenskan veruleika og innblástur sóttur í daglegt líf.

Álið er kjörið fyrir íslenskar aðstæður og það er hráefni sem við tengjum við, enda samofið íslensku atvinnulífi um árabil. Íslendingar hafa þurft að nýta hráefni úr heimabyggð frá örófi alda og eru ráðagóðir þegar á reynir. Það er því spennandi að sjá hvað verður til á skömmum tíma þegar hönnuðir takast á við þetta spennandi hráefni – sem er þeim kosti gætt að það má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upphaflegum eiginleikum.

Niðurstaðan verður kynnt á Hönnunarmars í Listasafni Reykjavíkur. Sýnt verður ferlið; frá söfnunarátaki til lokavöru. Það er mikilvægt, og í raun megininntak verkefnisins, að sýna alla söguna.

Tilgangurinn er að sýna fólki á myndrænan hátt mikilvægi endurvinnslu og hvernig efni sem þjóðin safnar og flokkar getur bókstaflega orðið að verðmætum.

 

Verð viðburðar kr: 
0