9. október 2015 - 12:00

Hádegisleiðsögn: Listamenn Kvennatíma – Hér og nú þrjátíu árum síðar

Guðrún Kristjánsdóttir og Borghildur Óskarsdóttir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Borghildur Óskarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Valgerður Bergsdóttir ræða við gesti um sýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar, sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Á sýningunni Kvennatími eru til sýnis ný verk eftir á þriðja tug kvenna, en það eru sömu konur og tóku þátt í sýningunni Hér og nú á Kjarvalsstöðum árið 1985. Konurnar sem valdar voru til þátttöku árið 1985 voru margar rétt að hefja ferilinn en aðrar höfðu verið virkar í sýningarhaldi á liðnum áratug. Hugmyndin að baki sýningunni er að fylgja þessum hópi kvenna eftir og grennslast fyrir um hvað þær eru að fást við í listsköpun sinni um þessar mundir. Í ljósi þess að sýningin brúar jafnframt þrjátíu ára bil, er skyggnst eftir „tíma“ kvennanna með því að veita innsýn í sköpunarferli  og aðferðir hvers og eins listamanns.

Borghildur og Guðrún eiga verk á sýningunni á Kjarvalsstöðum, en Valgerður var í sýningarnefnd vegna sýningarinnar Hér og nú árið 1985.

Listamannaspjallið hefst kl. 12. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.400, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.

Ljósmyndir: Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur