Erró: Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur | listasafnreykjavikur.is
5. nóvember 2017 - 14:00
12. nóvember 2017 - 14:00
19. nóvember 2017 - 14:00

Erró: Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur

Erró: Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Spennandi smiðja fyrir alla fjölskylduna og leiðsögn um sýninguna Því meira því fegurra. Sýningin er sett upp með tilliti til yngri kynslóðarinnar þar sem boðið er upp á skemmtilegar leiðir til að skoða listaverkin.

Þátttakendur í smiðjunni fá tækifæri til þess að bæta við sýninguna þar sem unnin verður klippimynd með aðferðum sem Erró notar í sinni listsköpun. Afraksturinn verður látinn mynda bókstafinn "E" sem límdur verður í fjórða og síðasta auða glugga Hafnarhússins og mynda klippimyndirnar fjórar þá nafn listamannsins, ERRÓ. 

Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir börn.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur