Er hægt að búa til bolla úr grjóti? Jarðfræði- og leirsmiðja fyrir krakka | listasafnreykjavikur.is
2. apríl 2017 - 14:00

Er hægt að búa til bolla úr grjóti? Jarðfræði- og leirsmiðja fyrir krakka

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur stýrir smiðjunni sem ætluð er krökkum á aldrinum 8-12 ára í fylgd með fullorðnum. 

Snæbjörn sýnir mismunandi grjóttegundir og segir frá, talar um jarðfræði Íslands og ber saman við önnur lönd. Þá sýnir Snæbjörn krökkunum mismunandi leirtegundir og leyfir þeim að meðhöndla leirinn og móta. 

Verkefni Snæbjörns og Brynhildar Pétursdóttur, vöruhönnuðar og Ólafar Erlu Bjarnadóttur, keramikers, Leitin að íslensku postulíni er sýnt á sýningunni Dæmisögur: Vöruhönnun á 21. öld sem nú stendur í vestursal Kjarvalsstaða. 

Auk þess að vera jarðfræðingur kennir Snæbjörn í vísindasmiðju Háskólans og Háskóla unga fólksins. 

Athugið að mæta í fötum sem mega óhreinkast. Takmarkaður aðgangur. Börn fá frítt í smiðjuna en aðgöngumiði á safnið gildir fyrir fullorðna.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur