Barnamenningarhátíð: Við erum ekki listalaus | listasafnreykjavikur.is
28. apríl 2017 - 10:00 til 29. apríl 2017 - 17:00

Barnamenningarhátíð: Við erum ekki listalaus

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leikskólinn Hlíð við Engihlíð hefur undanfarið boðið listamönnum úr nágrenninu að koma og vinna að sjálfstæðum verkefnum með hverri deild skólans.

Afrakstur samstarfsins verður til sýnis í forsal Kjarvalsstaða dagana 28. og 29. apríl.

Í verkefninu „Við erum ekki listalaus“ kynnast nemendur leikskólans sínu nánasta umhverfi á nýjan hátt með því að skoða list og listafólk sem tengist hverfinu. Börnin upplifa og njóta listsköpunar í gegnum listamenn og verk þeirra. Meðal þeirra sem vinna með leikskólanum eru Sigurður Petersen útskurðarlistamaður, Hanna Whitehead listakona, Ingibjörg Hanna hönnuður og Guðbjörg Káradóttir (Postulína). Yngstu nemendur skólans skoða verk Braga Ásgeirssonar og Loga Höskuldsonar (Loji).

Verð viðburðar kr: 
0