Barnamenningarhátíð: Reykjavík - borgin okkar | listasafnreykjavikur.is
17. apríl 2018 - 15:30 til 22. apríl 2018 - 17:00

Barnamenningarhátíð: Reykjavík - borgin okkar

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Sýning á verkefnum leikskólabarna sem hafa kosið sér viðfangsefni sem þau vinna með í hópum. Viðfangsefni barnanna geta komið á óvart.

Markmið verkefnisins er margþætt: 
- Að gefa börnunum tækifæri að rannsaka og kynnast Reykjavík á nýjan og fjölbreyttan hátt. 
- Að fá innsýn inn í hugmyndir barnanna um hvað þeim finnst merkilegast í borginni og hvernig þau upplifa hana. 
- Að gera börn og listsköpun þeirra sýnilegri í borginni. 
- Að verkefnið efli og víkki út þekkingu okkar á samfélaginu, menningu og skapandi starfi. 

Reykjavík – borgin okkar er áframhaldandi samstarf leikskólahluta Dalskóla og Sæborgar sem leiðir börnin út um alla borg í leiðangra.

Verð viðburðar kr: 
0