Barnamenningarhátíð: Pop-Up Ævintýraleikvöllur | listasafnreykjavikur.is
22. apríl 2018 - 12:00

Barnamenningarhátíð: Pop-Up Ævintýraleikvöllur

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Pop-Up Ævintýraleikvöllurinn er haldinn af RIE foreldrafélaginu Meðvitaðir foreldrar og www.respectfulmom.com.

Leikvöllurinn er innblásinn af uppeldisstefnunni RIE (Respectful Parenting/virðingarríkt tengslauppeldi) í tengslum við frjálsan leik barna.
Boðið verður upp á alls konar spennandi efnivið sem börn fá að leika með og rannsaka á eigin forsendum, s.s. pappakassa, efnisbúta, dalla, plastbox, spítur, potta, pönnur, reipi og límband.

Markmiðið leikvallarins er að börnin fái tíma og tækifæri til þess að leika sér sjálf og kanna umhverfið sitt á sínum eigin forsendum. Efniviðurinn sem boðið er upp á sem leikefni hefur engan fyrirfram ákveðinn tilgang og því undir börnunum komið að nota ímyndunaraflið. Á meðan er foreldrum boðið að taka skref til baka, fylgjast með og njóta þess sem börnin taka upp á að gera. Jafnframt er markmiðið að kynna fyrir foreldrum þá hugmynd að ekki þurfi alltaf að kaupa ný leikföng fyrir börnin heldur að endurvinnanlegur efniviður og aðrir hlutir sem finnast á heimilum eða í náttúrunni geti svo sannarlega nýst vel í leik og starfi.

Þetta er í 4. skiptið sem Pop-Up Ævintýraleikvöllurinn er haldinn á Íslandi.

Kl.: 12:00-16:00

Verð viðburðar kr: 
0