Barnamenningarhátíð: Myndarlegar þjóðsögur | listasafnreykjavikur.is
25. apríl 2017 - 13:00 til 30. apríl 2017 - 17:00

Barnamenningarhátíð: Myndarlegar þjóðsögur

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Frístundaheimilin Draumaland, Eldflaugin og Halastjarnan í samstarfi við Ásmundarsafn standa fyrir myndlistarsýningu á þekktum íslenskum þjóðsögum í Ásmundarsafni á meðan Barnamenningarhátíð stendur yfir, 25.- 30.apríl.

Börnin á frístundaheimilunum unnu verkin í Ásmundarsafni eftir að hafa hlustað á sögurnar og skoðað verk Ásmundar sem voru innblásin af þessum sömu sögum. Með því að setja sögurnar upp í myndasöguform dýpkuðu börnin eigin skilning á þessum annars torlesnu sögum og í þeirri von að myndasögurnar geti hjálpað öðrum börnum (og fullorðnum) að skilja þjóðsögurnar okkar betur.

Verð viðburðar kr: 
0