Barnamenningarhátíð: Klambraflæði fyrir 7-12 ára | listasafnreykjavikur.is
28. apríl 2017 -
14:00 til 17:00

Barnamenningarhátíð: Klambraflæði fyrir 7-12 ára

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Kátt á Klambra kynnir Klambraflæði á Kjarvalsstöðum. Börn á aldrinum 7-12 ára fá að spreyta sig á allra nýjustu plötusnúðagræjunum frá Pioneer DJ á Íslandi. Ásamt því verður í boði rímnasmiðja fyrir ung og upprennandi skáld sem vilja fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Báðar smiðjurnar verða undir leiðsögn fagmanna.

Plötusnúðakennslan verður leidd af Helga Snæ Jónassyni Kjeld, betur þekktur sem plötusnúðurinn Sonur Sæll, og textasmiðjan verður í höndum Steinunnar Jónsdóttur sem kemur úr hljómsveitunum Amabadama og Reykjavíkurdætur.

Skráning hér

*Takmarkað pláss er í smiðjuna

 

Verð viðburðar kr: 
0