Barnamenningarhátíð: Flóttamaðkarnir - leiksýning fyrir 4-9 ára | listasafnreykjavikur.is
29. apríl 2017 -
11:00 til 12:00
30. apríl 2017 -
11:00 til 12:00

Barnamenningarhátíð: Flóttamaðkarnir - leiksýning fyrir 4-9 ára

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Flóttamaðkarnir er ný æsifjörug og hugljúf barnasýning eftir leikhópinn Sjónarspil með tónlist eftir Megas í lifandi flutningi.

Ánamaðkahjónin, Áni og Ána, lifa friðsælu lífi í sátt og samlyndi við garðyrkjumanninn. Sáttmáli var gerður á milli manna og dýra um að borða ekki hvort annað og vinna saman hörðum höndum að því að rækta jörðina á ný eftir mikla eyðileggingu. Einn daginn snýr garðyrkjumaðurinn baki við sáttmálanum og eyðileggur híbýli Ána og Ánu, í leit að möðkum fyrir veiðar. Hjónin neyðast til að leggja á flótta.

Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 4-9 ára og fjölskyldum þeirra. Hún er 45 mínútur að lengd og eftir sýninguna gefst börnunum kostur á að hitta persónur og leikendur sýningarinnar. Allir velkomnir.

 

Verð viðburðar kr: 
0