Barnamenningarhátíð: Falinn fjársjóður – sýning | listasafnreykjavikur.is
28. apríl 2017 - 10:00 til 30. apríl 2017 - 17:00

Barnamenningarhátíð: Falinn fjársjóður – sýning

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Listaverk nemenda í Vogaskóla, Vesturbæjarskóla og Háaleitisskóla sem unnin voru í vinnusmiðjunni Falinn Fjársjóður, verða til sýnis á Kjarvalsstöðum.

Vinnusmiðjan var haldin af Leikhópnum Sjónarspili ásamt Haugfé og Evu Björgu Harðardóttur, leikmyndahönnuði í mars. Viðfangsefnið var jörðin okkar - hringrás þar sem nemendur fengu fræðslu um endurvinnslu og endurnýtingu og í kjölfarið gátu þau valdið sér mismunandi smiðjur til sköpunar. Allur efniviður sem nemendur gátu nýtt til listsköpunar var efniviður sem fyrirtæki og heimili ætluðu annars að farga. Smiðjurnar sem börnin gátu valið um voru málverk/teikning, skúlptúr, ritlist, hljóðverk og ljósmyndun.

Á sýningunni gefst fólki tækifæri til að koma og skoða og upplifa verkin. Allir velkomnir.

 

Verð viðburðar kr: 
0