19. apríl 2018 - 16:00 til 21. apríl 2018 - 17:00

Barnamenningarhátíð: 17 sjálfbærni þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna - Skapandi nálgun unglinga

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Nemendur frá Ingunnarskóla verða með þrjú verkefni og nemendurnir frá Skive með eitt margmiðlunarverkefni sem kallast Fremtidens by þar sem unnið er út frá 17 þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Nemendur frá Ingunnarskóla verða með skúlptúr/vog sem sýnir ójöfnuð í heiminum. Verkið er að einhverju leyti þátttökuverkefni þar sem áhorfendur geta tekið þátt.
Annar hópurinn er með myndband um dýravelferð, þar sem áhersla er á að sýna muninn á hamingjusömum dýrum og dýrum sem lifa í matvælaframleiðslu.
Þriðji hópurinn er með verkefni þar sem ljósmyndum og myndbandi er blandað saman.

 

Verð viðburðar kr: 
0