Útleiga

Listasafn Reykjavíkur gefur kost á fjölbreyttu rými til útleigu í húsum sínum þ.e. í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Almennt er útleigu ætlað að fara fram utan opnunartíma safnsins, nema þegar um lokaða fundi er að ræða.

Verð, bókanir og nánari upplýsingar:
Björg Atladóttir 
listasafn hja reykjavik.is
Sími 411-6400
Fax 590 1201

Ásmundarsafn
Ásmundarsafn er leigt út fyrir hina ýmsu viðburði, m.a. móttökur, brúðkaup, brúðarmyndatökur, vörukynningar og margt fleira. Safnið er einungis leigt út fyrir standandi viðburði. Takmörkuð aðstaða er í boði til að geyma veitingar fyrir móttökur eða til að athafna sig við matargerð og því er æskilegt að komið sé með tilbúnar veitingar og þær teknar strax út að móttöku lokinni.
Opið rými
Kjarvalsstaðir eru leigðir út fyrir hina ýmsu viðburði m.a. móttökur, brúðkaup, vörukynningar, fundi, stórafmæli, árshátíðir, tónleika og margt fleira. Hið opna rými Kjarvalsstaða er U-laga rými sem skiptist í austurforsal, vesturforsal, kaffiteríu og fundarsal. Sýningarsalir Kjarvalsstaða eru almennt ekki leigðir út, nema í stöku tilfellum fyrir tónleikahald.
Port
Hafnarhúsið er leigt út fyrir hina ýmsu viðburði og þar hafa margir stórviðburðir átt sér stað, m.a. Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin, móttökur, tískusýningar, brúðkaupsveislur, vörukynningar, fundir, stórafmæli, árshátíðir, kvikmyndahátíðir og margt fleira. Húsið er á tveimur hæðum. Sýningarsalir eru ekki leigðir út, heldur einvörðungu opna rýmið, gangar, anddyri, útiport, fjölnotasalur, bókasafn og fleira.