Sjóður | listasafnreykjavikur.is

Sjóður

Listasjóður Guðmundu S. Kristinsdóttur

Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur. Listasjóður Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi var stofnaður í tilefni af gjöf Errós á andvirði íbúðar að Freyjugötu 34, er Guðmunda arfleiddi hann að. Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun þeirra. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri.

Ljósmyndin er tekin við afhendingu viðurkenningarinnar í Hafnarhúsinu árið 2017 þegar Elín Hansdóttir hlaut styrkinn. Frá vinstri: Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Elín Hansdóttir myndlistarmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og bróðir Errós.