Aðstaða fyrir börn og fjölskyldur | listasafnreykjavikur.is

Aðstaða fyrir börn og fjölskyldur

Listasafn Reykjavíkur er opið fjölskyldum og barnafólki. Boðið er upp á opnar smiðjur og viðburði fyrir yngri gestina sem eru auglýstir sérstaklega í viðburðardagatali safnsins. Aðgangur er ókeypis. 

Fjölskyldubæklingur er til í öllum safnhúsunum með áfastri grímu fyrir yngstu gestina. Bæklingurinn svarar ýmsum algengum spurningum varðandi listina og hefur að geyma skemmtilegan fróðleik um samtímalist og fjölbreytta miðla listarinnar. Svo auðvitað fylgir gríman með, en það getur verið skemmtilegra að skoða myndlist í dulargervi. 

Hugmyndasmiðjan

Skoðum - Gerum tilraunir - Uppgötvum eitthvað nýtt!

Í Hafnarhúsinu er að finna notalegt afdrep sem nefnist Stofa. Hönnuðurinn Thomas Pausz hefur aðlagað rýmið að þörfum barna og annarra gesta sem vilja staldra við, glugga í bók eða eiga skapandi augnablik. Öllum er frjálst að heimsækja Stofuna sem er staðsett á neðstu hæð Hafnarhússins og aðgangur er ókeypis.