Vöggu­vísur

Vögguvísur

Vögguvísur

Hafnarhús

-

Vögguvísur, Innsetning unnin með eiginmanni listakonunnar, Mark Wilson. Kynning á innlendu listafólki er einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi opinberra listasafna. Það er ánægjulegt að geta boðið Bryndísi Snæbjörnsdóttur að halda sýningu í Listasafni Reykjavíkur.

Bryndís hefur búið og starfað í Skotlandi um árabil, en hefur á sama tíma leitað mikið til norðurslóða varðandi inntak verka sinna.

Síðustu ár hefur hún unnið að listsköpun sinni með Mark Wilson, og saman hafa þau unnið verk þar sem byggt er á samkennd einstaklingsins við umhverfi sitt, menningu og sögu. Þau hafa m.a. dvalið á Grænlandi, Íslandi og Ástralíu við vinnu sína. Að þessu sinni hafa þau skapað innsetningu sem fjallar um tengsl langana og minninga, um hvað gerist á mörkum vitundar og svefns. Titillinn “Vögguvísur” gefur okkur áheit um það samband trega og drauma, sem þannig verður krufið til mergjar með nýstárlegum hætti..

Myndir af sýningu