Viljinn í verki

Viljinn í verki

Viljinn í verki

Kjarvalsstaðir

-

Þessi sýning, sem nefnd hefur verið "Viljinn í verki", er byggð upp sem þróunar- og sögusýning um málefni vangefinna í landinu. Sýningin er haldin í tilefni 20 ára afmælis Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík, en félagið var stofnað 23. mars 1958.

Öll heimili og stofnanir vangefinna eru þátttakendur í sýningunni, svo og Öskjuhlíðarskólinn, Þroskaþjálfaskóli Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. Þá verða lítillega kynntar bókmenntir um málefnið, innlendar og erlendar. Þessi sýning er sú fyrsta sinnar tegundar, sem haldin er hér á landi. Tilgangurinn með henni er fyrst og fremst sá, að kynna málefnið og ekki síður, að sýna getu þessa fólks í verki, því allir munir á sýningunni eru unnir af vangefnu fólki..