Úr bygg­ing­ar­list­arsafni

Úr byggingarlistarsafni

Úr byggingarlistarsafni

Hafnarhús

-

10 ára Afmælissýning byggingarlistadeildar. Afmælisgjafir eru gefnar til að votta virðingu, gleðja og verða að gagni; ekki aðeins fyrir þann sem þiggur gjöfina, heldur einnig fyrir gefandann og þá sem njóta með öðrum hætti. Sú afmælisgjöf sem Reykjavíkurborg ákvað að gefa Listasafni Reykjavíkur árið 1993 í tilefni 20 ára afmælis Kjarvalsstaða var einmitt þannig.

Gjöfin fólst í fjárveitingu til að stofna byggingarlistardeild við safnið, hina fyrstu sinnar tegundar við nokkurt safn á Íslandi.

Deildin bætti úr brýnni þörf í safnaflóru landsins, þar sem byggingarlistin hafði fram að því ekki átt heimilisfestu. Nú er gestum boðið að kynnast byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur nánar, og fá nokkra innsýn í það mikla starf sem þar hefur verið byggt upp undanfarinn áratug undir öruggri handleiðslu Péturs H. Ármannssonar, sem hefur veitt deildinni forstöðu frá upphafi.

Á þessum tíu árum hefur hún staðið fyrir fjölda sýninga um byggingarlist og borgarskipulag, safnað teikningum íslenskra arkitekta, skráð heimildir og unnið að rannsóknum, einkum á íslenskri byggingasögu 20. aldar. Hér hefur verið unnið mikið starf, og fjölmörg spennandi verkefni eru framundan..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Pétur H. Ármannsson

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG