Þrír mynd­list­ar­menn

Þrír myndlistarmenn

Þrír myndlistarmenn

Kjarvalsstaðir

-

Sýningin er samsýning þriggja listamanna; Björgu Örvar, Jóns Axel Björnssonar og Valgarðs Gunnarssonar. Björg Örvar er fædd 1943, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-79 og Listadeild Kaliforníuháskóla Davis USA 1981-83. Björg Örvar hefur haldið bæði einka- og samsýningar hérlendis og erlendis.

Jón Axel er fæddur 1956 og nam í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-79. Jón Axel hefur haldið einka- og samsýningar bæði hérlendis og erlendis. Valgarður er fæddur 1952, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-79 og Empire State College í New York 1979-81. Valgarður hefur haldið einka- og samsýningar hérlendis og erlendis..