Þórður Ben Sveins­son: Borg nátt­úr­unnar

Þórður Ben Sveinsson:       Borg náttúrunnar

Þórður Ben Sveinsson: Borg náttúrunnar

Hafnarhús

-

Myndlistarmaðurinn Þórður Ben Sveinsson kom fyrst fram sem einn af meðlimum SÚM hópsins á 7. áratugnum. Á sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1982 kynnti hann í fyrsta sinn hugmyndir sínar um nýja tegund borgarbyggðar og byggingarlistar sem mótaðist af aðstæðum á Íslandi, náttúru landsins og menningu.

Vakti sýningin mikla athygli og umræðu á sínum tíma.

Á sýningunni í Hafnarhúsinu gefur að líta nýjustu framþróun í hugmyndum listamannsins um borg náttúrunnar. Markmið hans með sýningunni er að benda á þau djúpu og afgerandi áhrif sem skipulag borgarinnar hefur fyrir það samfélag sem hún fóstrar. Það er einnig von listamannsins að sýningin megi verða mikilvægt innlegg í umræðuna um framtíð borgarmenningar og borgarumhverfis á Íslandi..

Myndir af sýningu