Snöhetta: Arki­tektúr, lands­lags­hönnun, innan­húss­hönnun

Snöhetta: Arkitektúr, landslagshönnun, innanhússhönnun

Snöhetta: Arkitektúr, landslagshönnun, innanhússhönnun

Kjarvalsstaðir

-

Norska arkitektastofan Snøhetta hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir byggingar sínar. Hún bar sigur úr bítum í alþjóðlegri samkeppni um gerð Bókasafnsins í Alexandríu og nýja Óperuhússins í Ósló; byggingum sem nú eru orðnar að þekktum kennileitum. Á 20 ára afmæli stofunnar árið 2009 var efnt til stórrar yfirlitssýningar í nýju byggingarlistardeildinni í Listasafni Noregs í Ósló og er úrval verka frá þeirri sýningu sýnt á Kjarvalsstöðum.

Sýningin skiptist í átta hluta þar sem arkitektastofan og afrek hennar eru kynnt á fjölbreyttan og lifandi máta. Sýningin er gerð með stuðningi frá Norska sendiráðinu á Íslandi og er haldin á vegum Norska utanríkisráðuneytisins.

Byggingarlist og tímaflakk: Í tengslum við sýninguna var opin og fræðandi listsmiðja fyrir fjölskyldur sett upp í Norðursal Kjarvalsstaða þar sem var unnið með sérkenni íslenskrar byggingarlistar, sem felast m.a. í torfbæjum, bárujárnsklæddum húsum og síðar steinsteyptum húsum. Listsmiðjan tók jafnframt mið af sýningunni „Draumlandið mitt í norðri“ - Karen Agnete Þórarinsson sem var sýnd á sama tíma í Vestursal hússins..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Eva E. Madshus

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG