Sirra Sigrún Sigurð­ar­dóttir: Flat­land

Sirra Sigrún Sigurðardóttir: Flatland

Sirra Sigrún Sigurðardóttir: Flatland

Hafnarhús

-

Í verkinu Flatland teflir Sirra Sigrún (f.1977) saman strúktúrískri kyrrstöðu við kvikar hreyfingar með samþættingu myndbanda, texta, hreyfinga og skúlptúra. Titillinn Flatland vísar meðal annars til samnefndrar bókar frá 1884 þar sem dregin er upp satírísk mynd af samfélagslegum strúktúr með tungumáli stærð- og rúmfræðinnar. Verkið vísar einnig til listasögulegra og hugmyndafræðilegra vangaveltna um samfélagið, samband einstaklingsins við stærri mengi og öndunina þar á milli.

Sirra Sigrún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og School of Visual Arts, New York. Hún hefur sýnt víða bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra Sigrún er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík og er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi..

Myndir af sýningu