Sara Björns­dóttir: HA

Sara Björnsdóttir: HA

Sara Björnsdóttir: HA

Hafnarhús

-

Í innsetningunni HA leysir Sara Björnsdóttir upp hið fasta rými A-salarins með lifandi myndum af rýminu sjálfu sem falla hver inn í aðra og skapa nýja vídd, síbreytilega sjónhverfingu sem gerir áhorfandanum kleift að sjá dýpra inn í rýmið og átta sig á samhengi þess við listina, andrána og veru hans sjálfs í rýminu.

Sara hefur á síðustu tveimur áratugum getið sér orð fyrir margbrotin, íhugul og beitt verk sem eru á mörkum hins pólitíska og persónulega. Innsetningin er sjötta verkið af þessum toga, þar sem hún sleppir hendinni af listhlutnum sem slíkum. Þrátt fyrir sterkan, hugmyndalegan og gagnrýnin grunn eru verk hennar jafnan unnin af innsæi og tilfinningu og áhersla lögð á jafnvægi þessara þátta við hið sjónræna.

Í verkum sínum leitast Sara við að snerta við skynjun áhorfandans á umhverfi sínu á einfaldan og beinskeyttan hátt. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Hanna Styrmisdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG