Santiago Sierra: Kvik­myndir og önnur verk

Santiago Sierra: Kvikmyndir og önnur verk

Santiago Sierra: Kvikmyndir og önnur verk

Hafnarhús

-

Róttæk og ögrandi verk spænska listamannsins Santiagos Sierras hneyksla og ganga þvert á velsæmishugmyndir fólks. Sierra er sakaður um að færa sér í nyt bágbornar aðstæður undirmálsfólks með því að greiða því fyrir þátttöku í verkum sínum með aðgerðum sem margir telja mjög vafasamar. En tilgangur Sierras er ekki að hneyksla heldur að varpa ljósi á viðteknar hugmyndir manna um ójöfnuð og misskiptingu innan samfélagsins.

Hann hefur greitt vændiskonum með heróíni fyrir að láta húðflúra línu á bakið á þeim þar sem þær sátu uppstilltar í beinni röð. Hann hefur fengið verkamenn til að bera þunga hluti fram og til baka í algjöru tilgangsleysi og aðra hefur hann lokað inni í pappakassa í kæfandi sumarhitum.

Sem fulltrúi Spánar á Feneyjatvíæringnum 2003, meinaði Sierra öllum nema löndum sínum aðgang að spænska skálanum. Sierra stundaði nám í heimaborg sinni Madríd og síðar í Hamborg. Að námi loknu flutti hann til Mexíkó, þar sem hann bjó í 14 ár og hafði sú dvöl afgerandi áhrif á afstöðu hans til listarinnar og samfélagsins. Sierra býr nú og starfar í Madrid.

Á sýningunni í Hafnarhúsi verður í fyrsta sinn á heimsvísu sýnt heildarsafn allra heimildarkvikmynda og -myndbanda Sierras auk þess sem áhrifamiklir gjörningar listamannsins munu setja svip sinn á bæjarlífið á sýningartímabilinu..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun