Pétur Friðrik

Pétur Friðrik

Pétur Friðrik

Kjarvalsstaðir

-

Sýningin er málverkasýning í vestursal og verk eftir Pétur Friðrik, 117 verk. Sýningin stendur yfir frá 10.-18. maí.

Pétur Friðrik Sigurðsson er fæddur 1928, lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1945 og frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1949. Pétur Friðrik dvaldi einn vetur í París að námi loknu til að kynna sér það helsta sem var að gerast í myndlistinni á þeim tíma. Pétur Friðrik hélt sína fyrstu einkasýningu aðeins 17 ára gamall, en samtals hélt hann 12 stórar einkasýningar hér heima og fjölda smærri sýninga víðs vegar um land og tók þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Einnig hélt Pétur Friðrik einkasýningar í New York, Lúxemborg og Köln..