Nýmálað 1

Nýmálað 1

Nýmálað 1

Hafnarhús

-

Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Fjölbreytnin er eftirtektarverð. Engin ein stefna eða söguleg hefð virðist ríkja.

Ísland er þar engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með þessari sýningu er að gefa sneiðmynd af stöðu málverksins hér á landi. Áherslan er á hvernig listamenn vinna með málningu á flöt fremur en á útvíkkun miðilsins eða hvernig málverkið hefur tengst öðrum miðlum. Sýningin er í tveimur hlutum en Nýmálað 2 verður opnuð á Kjarvalsstöðum í lok mars.

Alls verða sýnd verk eftir 85 listamenn og hafa þau öll verið unnin á síðustu tveimur árum. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki er gerð..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun