Myndir úr Kjar­valssafni

Myndir úr Kjarvalssafni

Myndir úr Kjarvalssafni

Kjarvalsstaðir

-

Myndir úr Kjarvalssafni. Með sýningunni öðlast verk úr Kjarvalssafni varanlegan sess í dagskrá Listasafns Reykajvíkur. Þegar Jóhannes.S.Kjarval lést árið 1972 átti hann að baki langan og gifturíkan listferil.

Elsta varðveitta verk hans er frá 1901 en frá 1904 eru heimildir fyrir því að hann hafi teiknað og málað þegar færi gafst. Síðustu verk hans eru frá 1968, en þá segir hann í viðtali að hann teikni eitthvað og máli ennþá, en það sé bara inniföndur. Samfelldur listferill Kjarvals spannar því rúmlega 60 ár þar sem lífið var list og listin var líf.

Á þessari sýningu er að finna lítið brot verka hans í tímaröð, nokkur kennileiti langrar starfsævi sem ætla má að gefi innsýn í þróunarferil listamannsins.Sýningin er samtímis kynning á Kjarvalsstafni, en öll verkin eru í eigu safnsins. Gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar árið 1968 er hornsteinn Kjarvalssafns sem síðan hefur vaxið jafnt og þétt.

Fjölmargir velunnarar safnsins hafa auðgað það með ómetanlegum málverkagjöfum og með markvissum innkaupum hefur verið leitast við að bæta í eyðurnar, svo unnt s´að gefa sem gleggsta mynd af ævistarfi Kjarvals..

Myndir af sýningu