Lýsir, Jón bóndi Bjarna­son, mannakyn og meiri fræði

Lýsir, Jón bóndi Bjarnason, mannakyn og meiri fræði

Lýsir, Jón bóndi Bjarnason, mannakyn og meiri fræði

Hafnarhús

-

Oft hefur verið talað um íslenska myndlistarsögu þannig að hún hafi byrjað um aldamótin 1900, þegar Þórarinn B. Þorláksson hélt sína fyrstu málverkasýningu í Reykjavík. Þar með er gefið í skyn að nær ekkert verðugt myndefni sé að finna frá fyrri öldum, og óþarfi að fjalla sérstaklega um það.

Þetta er auðvitað alrangt, því íslensk myndlistarsaga er jafngömul þjóðinni; myndlýsingar í miðaldarhandritum eru aðeins einn hluti af þeim arfi sem sýnir fram á þetta, en á því sviði bíður enn mikið efni frekari rannsókna.

Lýsir er heitið á verkefni sem sett var á stofn með það að markmiði að búa til gagnagrunn um myndlist í íslenskum handritum.

Að verkefninu standa áhugafólk um þessi málefni, Árnastofnun og Listasafn Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að rannsaka og ljósmynda íslensk handrit í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi myndlistafólks, fræðimanna, nemenda og almennings að þeim lítt þekkta þætti myndlistasögu þjóðarinnar, sem þar er að finna. Lýsir hefur frá upphafi haft hug á að efna til sýninga á völdu myndefni sem kæmi fram í rannsóknum á handritum. Sýningin nú er fyrsta skrefið á þeirri leið, og þar er að finna örlítið brot af því sem komið hefur í ljós.

Ætlunin er að sá gagnagrunnur sem er tekinn að myndast út frá þessum rannsóknum verði opnaður almenningi næsta haust, og síðan uppfærður eftir því sem verkinu vindur fram. Á þessari sýningu getur að líta myndir frá hendi Jóns bónda Bjarnasonar og ýmissa annarra myndskreyta, og skiptast verkin á sýningunni í nokkra efnisflokka, sem gerð er grein fyrir í sýningarsölunum.

Myndir Jóns bónda eru það sem nú á tímum er kallað “bernskar”, og í samræmi við það gæti mörgum þótt þær hafa meira skemmtana- og upplýsingagildi um tíðaranda en listrænt gildi.

Það er hins vegar einhver ljúfur og listrænn blær yfir öllu myndefni Jóns bónda, sem líklegt er að snerti ákveðna strengi í landsmönnum við upphaf 21. aldarinnar..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Eiríkur Þorláksson, Aðalsteinn Ingólfsson

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG