Lífræna - Vélræna

Lífræna - Vélræna

Lífræna - Vélræna

Hafnarhús

-

Tilveran, eins og við mennirnir skilgreinum hana, er lífræn í eðli sínu. Líf kviknar, það vex og þroskast, því hnignar og það deyr. Slík er hringrás náttúrunnar, og við sjáum hana í öllu í kringum okkur.

Í hvort öðru; við fæðumst, döfnum, deyjum. Í náttúrunni; árstíðirnar ráða lífi og dauða, náttúruöflin skapa líf og umhverfi, sem síðan veðrast og hverfur.

Utan jarðarinnar virðast gilda sömu lögmál; einstakir heimar og stjörnukerfi verða til, þroskast, þeim hnignar og hverfa að lokum. Allt bendir til hið sama gildi um alheiminn sjálfan; hann varð til með Stóra hvelli, og hann mun að hverfa í andhverfu þess viðburðar. Þrátt fyrir að öll okkar vísindi hafi leitt mannkynið til þessarar niðurstöðu, læðist að okkur sá grunur - ótti eða von - að það sé eitthvað til sem standi utan við þetta ferli.

Sá grunur kemur fram í voninni eilífðina að loknu jarðlífinu; hann kemur einnig fram í ótta okkar við vélina - að tæknin verði eilíf, að hið vélræna taki við, þar sem hinni lífræna tilvera rennur út í sandinn.  Hugleiðingar listamanna um hinar stóru spurningar verða oft tilefni þeirra bestu listaverka.

Einar Már Guðvarðarson hefur skapað einfalda og hljóðláta innsetningu, sem vísar til þessara mikilvægu hugleiðinga, og boðið vini sínum Bjarne Lönnroos að deila með sér sýningu um hið lífræna, hið vélræna og stöðu mannsins í tilverunni. Listasafn Reykjavíkur býður þá velkomna með þessa sýningu í Hafnarhúsið. Eiríkur Þorláksson,forstöðumaður..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Anna Jóhannesdóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG