Libia Castro og Ólafur Ólafsson - Allir gera það sem þeir geta

Libia Castro og Ólafur Ólafsson - Allir gera það sem þeir geta

Libia Castro og Ólafur Ólafsson - Allir gera það sem þeir geta

Hafnarhús

-

Libia Castro og Ólafur Ólafsson rannsaka eðli og efni auglýsinga, auk þess að framleiða auglýsingar. Ný sýningaröð í A-sal sem ætlað er að kynna myndlist sem er á einn eða annan hátt unnin í tengslum við samfélagið og íbúa þess og leita uppi samband og samræður út fyrir veggi safnsins; út í almenningsrými borgarinnar, fjölmiðla og landið allt.

Fyrstu listamennirnir til að sýna í sýningaröðinni eru Libia Castro & Ólafur Ólafsson. Í verki þeirra leika þau sér að framsetningu og samhengi sýninga og skoða samskiptareglur á gagnrýninn hátt.

Libia og Ólafur hafa mótað sýningarrýmið sem framleiðslu- og kynningarsvæði, að meðtöldu upptökuveri og klippistofu, þar sem þau standa fyrir opinberum prufutökum mikinn hluta sýningartímans.

Markmiðið með prufutökunum, sem eru af einstaklingum með ólíkan bakgrunn og þjóðfélagsstöðu, er að draga upp mynd af félagslegu og menningarlegu samhengi svæðisins en um leið gefa tilefni til umhugsunar um náttúru og form „vettvangsmyndar"og það sem listamennirnir kalla „talandi fyrirsætur"og „leikara veruleikans". Á meðan á sýningunni stendur verða prufutökurnar enn fremur „sendar út"með færanlegum myndvörpum á ýmsa veggi í hverfum borgarinnar..

Myndir af sýningu

Ítarefni