Klippi­mynda- samkeppni Errós

Klippimynda- samkeppni Errós

Klippimynda- samkeppni Errós

Hafnarhús

-

Laugardaginn 13. nóvember voru úrslitin í klippimyndasamkeppni Errós gerð kunn í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Verðlaunahafar eru: í flokki almennings 14.

ára og eldri Arnaldur Grétarsson og í flokki grunnskólabarna í 7 og 8. bekk Lilja Sóley Hermannsdóttir úr 8b í Engjaskóla. Við sama tækifæri var opnuð sýning á úrvali þeirra verka sem send voru inn og stendur hún til 9. janúar. Samkeppnin.

Ótrúlegur fjöldi af klippimyndum bárust í keppnina þar sem þátttakendur sýndu skapandi og frumlegar lausnir á viðfagsefninu.

Alls bárust 92 tillögur frá nemendum í 7. og 8. bekkjum grunnskóla og 130 tillögur frá íslenskum almenningi 14 ára og eldri, en keppninni var skipt í tvo flokka. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir verðlaunahafana tvo, en Erró leggur fram árituð verk eftir sig. Það var Listasafn Reykjavíkur sem stóð fyrir keppninni að frumkvæði listamannsins Errós, en markmiðið var að auka skilning, þekkingu og áhuga almennings og nemenda á samklippi (collage) sem listformi.

Dómnefndi fyrir samkeppni 7. og 8. grunnskóla skipa: Alma Dís Kristinsdóttir Listasafni Reykjavíkur formaður, Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Dómnefnd fyrir samkeppni fullorðinna skipa: Helga Lára Þorsteinsdóttir, Listasafni Reykjavíkur formaður, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir og Kristveig Halldórsdóttir..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn